Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi



Hlutverk ABÍ

Hlutverk Alþjóðlegra bifreiðatryggingar á Íslandi sf. (ABÍ)

Lýsa má hlutverki ABÍ í hnotskurn sem hér segir:

  1. Að gera upp tjón, sem ökutæki, er skráð eru erlendis en eru notuð hér á landi um stundarsakir, kunna að valda. Þetta tekur þó einungis til ökutækja, er koma frá ríkjum, sem eiga aðild að hinu fjölþjóðlega samstarfi um notkun grænna korta, sbr. reglugerð um notkun erlendra ökutækja nr. 267/1993 með síðari breytingum.

  2. Að sjá íslenskum bifreiðatryggingafélögum fyrir alþjóðlegum vátryggingarkortum fyrir ökutæki, svonefndum grænum kortum, og ábyrgjast skuldbindingar vegna aksturs íslenskra ökutækja í ríkjum, sem aðild eiga að samstarfi um græna kortið.

  3. Að annast og/eða ábyrgjast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra og óþekktra ökutækja í samræmi við lagareglur um lögmæltar ábyrgðartryggingar ökutækja.

  4. Að gegna hlutverki upplýsingamiðstöðvar og tjónsuppgjörsmiðstöðvar samkvæmt ákvæðum laga um ökutækjatryggingar.


Meðferð ágreiningsmála

Meðferð ágreiningsmála

Ágreiningur getur risið milli annars vegar vátryggingafélaga og hins vegar þeirra, sem telja sig eiga rétt til vátryggingarbóta. Ætíð er unnt að skjóta slíkum ágreiningi til almennra dómstóla. Sú leið er þó iðulega bæði tímafrek og kostnaðarsöm, og af þeim ástæðum oft ekki fýsileg fyrir neytendur. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og aðildarfélög þess, í samstarfi við stjórnvöld og samtök neytenda, hafa því á markvissan hátt byggt upp kerfi, sem ætlað er á faglegan hátt, en þó skjótvirkan og ódýran, að leysa úr ágreiningi við vátryggingafélög án milligöngu dómstóla

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica