Erlent ökutæki veldur tjóni

Sé um að ræða erlent ökutæki (frá ríkjum sem eiga aðild að hinu fjölþjóðlega samstarfi um notkun grænna korta), sem valdið hefur tjóni, getur tjónþoli gert kröfu á hendur ABÍ á sama hátt og hann hefði gert á íslenska vátryggjandann, hefði tjónvaldur ekið íslensku ökutæki. Rétt er að benda á að upplýsingar um skráningarnúmer og skráningarland erlenda ökutækisins eru mjög mikilvægar til að auðvelda og flýta aðkomu ABÍ að uppgjöri.Þetta vefsvæði byggir á Eplica